Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er ekki komið nóg af kapítalistum?

Ekki það að ég kunni ekki að meta bjartsýni þessara manna. Ég fæ hins vegar ekki séð hver munurinn er á „velviljuðum“ kapítalista og kapítalista. Í öðru lagi, er ég persónulega kominn með upp í háls á þeim misskilningi að kapítalistar séu alltaf í einhvers konar góðgerðarleik. Svona orðalag: „vildarvinir“ hljómar bara eins og um sé að ræða Kiwanisklúbbinn Kidda eða eitthvað álíka fáránlegt.   Íslendingar hafa síðastliðinn ár smjaðrar nóg fyrir auðmönnum og það er kominn tími til að menn-í þessu tilfelli Siglfirðingar- átti sig á því að þeirra eina markmið er að græða en ekki gefa ölmusu.  Kapítalistar eiga bara að sinna því sem þeir eru góðir í, þ.e.a.s. græða peninga. Velviljaður kapítalisti er eitthvað sem er ekki til í minni orðabók, enda fullt af öðru fólki sem getur tekið það að sér að vera „vildarvinir“ almennings. 

Ég persónulega er því á móti því að selja þeim sjóðinn og er það fyrst og fremst af persónulegum ástæðum. Vill einfaldlega frekar semja við ríkið og „viðkvæma“ stjórnmálamenn, ef ég á annað borð lendi í vandamálum. Kapítalistar í sauðagæru er ekki eitthvað sem ég hef áhuga á. Vildarvinir...hehehe...annað hvort eru menn ekki í sambandi við raunveruleikann eða þá að þeir hafa ekki verið á landinu í langan tíma....Humm hvort skyldi það vera?


mbl.is Vilja kaupa Sparisjóð Siglufjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband